Reykjavik
06 Dec, Thursday
3° C
TOP

Jimmy Choo hefur aldrei klikkað þegar það kemur að flottum og pæjulegum skóm sem bókstaflega allar konur langar til að eiga.

Stjörnurnar í Hollywood hafa m.a. dásamað merkið sem setur það í sama flokk og Manolo Blahnik og Christian Louboutin.Í nýju línunni má sjá fjölbreytt úrval, töff hönnun og fallega liti ásamt því að skórnir hafa það orð á sér að einstaklega gott sé að ganga á þeim. Í litapallettunni er drapplitaður mikið notaður ásamt hlébarðamynstri, silfurlituðum og svörtum. Svörtu blúnduskórnir eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér og ég væri gjarnan til í að eignast eitt svoleiðis par!

Tískudrósir á öllum aldri geta valið úr línunni það sem þeim finnst flottast, hvort sem það eru ökklastígvel, klassískir pinnahælar eða himinháir "platforms".

[gallery link="file" order="DESC" columns="4" orderby="rand"]