Ég á tvö Hello Kitty naglalökk sem heita Violet Salome, sem er dökkfjólublár með glimmeri í, og Alize Chloe sem er skærblár með glimmeri í.

Þessi naglalökk eru ótrúlega flott, haldast vel á og eru með sjúklega flottri glimmer áferð, -mjög skemmtileg naglalökk og sérstaklega fyrir stelpur eins og mig sem elska Hello Kitty og kaupa allt sem er merkt henni. Skólabækurnar mína og tölvutaskan mín eru t.d. Hello Kitty.

Skærblái liturinn er sæblár og mjög skær! Það er mikið glimmer í þessum honum og hann kemur rosalega vel út.

Fjólublái eru mjög dökkur. Virkar svartur í fjarlægð en í birtu og nálægt sér maður fjólubláa litinn. Það er líka mikið glimmer í þessum lit sem gerir hann mjög elegant og sparilegann.

Lökkin koma í nettum glösum, glærum með Hello Kitty á!  Það fer lítið fyrir þeim og maður getur tekið naglalakkið með hvert sem er svo lítið og hentugt….

Lakkið sjálft er mjög gott og burstinn er snilld – þykkur og mjúkur. Ég fór tvær umferðir sem dugði bara mjög vel.

Það er mikill glans í lakkinu og svo gerir glimmerið líka svo mikið, það er eiginlega eins og maður hafi farið aðra umferð yfir litinn með glæru glimmer naglalakki.