Nú ætlum við Pjattrófur að endurtaka leikinn frá því í fyrra og vera með dásamlega dekurhelgi á Hótel Flúðum – Laugardaginn 15 október.

Með okkur í liði verða snyrtifræðingar, nuddarar, listakokkar, spámiðill og spákona og frábær fyrirlesari: Solla Eiríks á Gló gefur okkur forréttinn, Hrefna Sætran aðalréttinn og eftirréttasérfræðingurinn Rikka gefur okkur eftirrétt.  Það er svo frænka Hrefnu, Jóna Björg Sætran sem ætlar að fræða okkur um orkuflæði, feng shui og fleira og snyrtifræðingar frá Chanel og Guerlain munu fræða okkur um bæði förðun og húðumhirðu. Sjálfar Pjattrófurnar ætla svo að tala um persónulegan stíl, vöxt og klæðaburð og fleira.

Við héldum fyrstu helgina okkar af þessu tagi í fyrra og ekki er annað hægt að segja en að hún hafi heppnast frábærlega!

Dekurhelgin er FULLKOMIN skemmtun og andleg næring fyrir t.d. vinkonur á vinnustað, saumaklúbbinn eða systurnar.

Konurnar fóru allar endurnærðar og ánægðar aftur í bæinn eftir að hafa dvalið í dásamlegan tíma á Hótel Flúðum, fengið dásamlegan mat, nudd, andlitsbað, litun og plokkun, sjálfsuppbyggilegan fróðleik og smá innsýn í framtíðina.

Smelltu HÉR TIL AÐ LESA ALLA DAGSKRÁNA og bókaðu þig og þínar með tölvupósti á pjattrofurnar@pjatt.is

Það er um að gera að vera fljótar að ákveða sig því við höfum bara takmarkað pláss 😉