Um árabil hef ég átt bókina Hámarks Árangur eftir einn þekktasta fyrirlesara heims, Brian Tracy. Af einhverjum ástæðum tók ég bókina ekki niður úr hillunni fyrr en nú um daginn og furða mig á því hvers vegna það var ekki fyrr.

Þvílík snilldarbók og þvílíkur snilldarpenni sem Brian Tracy er!

Líklegast fannst mér hann eitthvað of „commercial“ og kannski taldi ég að kenningum hans væri beint að fólki í atvinnurekstri en svo er alls ekki. Boðskapurinn á erindi við ALLA sem vilja lifa kraftmeira og innihaldsríkara lífi.

Í bókinni tíundar hann lögmálin á bak við velgengni í einkalífi og starfi. Lögmál sem margir kannast við en þarfnast kannski bara áminningarinnar.

Eitt af þeim er t.d. þetta sem var kallað The Secret í samnefndri bók en það kallar hann aðlöðunarlögmálið (og skrifaði um nokkrum árum áður en The Secret var gefin út). Önnur lögmál tengjast svo orsök og afleiðingu, sannfæringu, jafnvægi og stjórnun svo fátt eitt sé nefnt en það síðastnefnda tengist því að við finnum fyrir vanlíðan, reiði og gremju þegar við teljum okkur ekki ráða við aðstæður. T.d. erfitt samband, peningamál, vinnu os.frv. Brian Tracy kemur orðum að aðstæðum sem flestir kannast við og kemur svo með skynsamlegar lausnir.

Brian Tracy er maður lausna og hvatningar. Líkt og hnykkjari getur með einum smell komið löskuðum líkama í lag getur Brian Tracy talað við þig með þeim hætti að kollinum er kippt í lið og þú færð breytt viðhorf — en í réttum viðhorfum liggur galdurinn á bak við velgengni í lífinu. Við erum það sem við hugsum!

Stundum finnst manni eins og tilviljanirnar í lífinu smelli allar saman. Þremur dögum eftir að ég byrjaði að lesa bókina komst ég að því að goðsögnin er á leið til landsins og ætlar að vera með fyrirlestur í Hörpunni, núna fimmtudaginn 29. sept!

Að sjálfsögðu ætla ég að fara. Í mínum huga stendur Brian Tracy á svipuðum stað og Dale Carnegie og ég ætla ekki að missa af fyrirlestri með honum. Hver veit hvort hann kemur aftur?

Hér er myndband þar sem þessi kraftmikli fyrirlesari fer yfir umfjöllunarefni dagsins sem mun standa frá morgni og fram til klukkan 17 og þú getur lesið meira HÉR. Verðið er líka frábært! – um 12.000 kr ef tvær/tvö/tveir skrá sig saman.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=KIT_SRlxp2c[/youtube]