Ok, við vitum að mamma þín er tískufíkill og þú ert eins og lítil designer dúkka en rauður varalitur? Er það kannski 2 much?

Suri Cruise var mætt með mömmu sinni Katie Holmes (32) á tískuvikuna í New York… klædd í bláan kjól, með bleikan hatt og eldrauðan varalit.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem barnið sést málað en hún hefur áður verið mynduð með mömmu sinni í Sephora þar sem hún dútlar við snyrtivörurnar.

Pabbi hennar, Tom Cruise (49) segist alveg sáttur við áhuga barnsins á snyrtivörum.

“Hún má klæðast því sem hana langar til. Ég ætla ekki að reyna að breyta henni. Hún er líka með mjög góðan smekk. Velur stundum fötin á mig”.

Já… það er spurning. Á að leyfa fimm ára stelpum að mála sig?

Lestu HÉR meira um börn sem fá að velja fötin sín sjálf.