Hérna „back in the day“ þegar mætt var í barnaafmæli tóku á móti manni drekkhlaðin borð af brauðtertum, lagkökum, súkkulaðikökum og ýmiskonar hnallþórum…

Útlitið var ekki aðalatriðið á þessum tíma, stöku súkkulaðispænir og skrautsykur litu út fyrir að hafa í ráðaleysi villst inn á kökurnar á meðan rækjur og vínber ýttu undir fegurðarstaðalinn í brauðtertubransanum… En það var allt í lagi- allt var þetta (og er enn) lostæti með það að markmiði að metta mannskapinn!!!

Svo var það fyrir nokkrum árum að amerískra áhrifa fór að gæta í eldhúsum Íslands og með tilkomu sykurmassa, smjörkrems, matarlita og samkurli þessara faktora fóru að ryðja sér til rúms kökur og tertur sem hin íslenska meðalhúsmóðir hafði hingað til aðeins séð í Amerískum bíómyndum.

Metnaðurinn rauk upp úr öllu valdi og nú eru terturnar ekki bara guðdómlega gómsætar, heldur svo óumdeilanlega fallegar að maður tímir varla að skera í þær, algjör listaverk!

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá tveimur íslenskum kökulistakonum sem láta heldur betur ekki hæðast að sér þegar kemur að bakstri. Báðar eru þær með síður á feisbúkk;  Kakan mín og Kökurnar mínar og báðar eru þær afburðalistamenn!