Stundum eru einföldustu uppskriftirnar líka þær allra bestu.  Hér er ein góð. Pizza með ferskum tómötum og Brie osti. Frábærlega góð og öðruvísi Pizza sem hentar líka vel í partý, kósíkvöld hjá fullorðnum eða lítinn saumaklúbb.

Þú þarft…

  • Pizzabotn, annaðhvort heimagerðan eða úr næstu búð
  • Ólífu olíu
  • Pesto, ef þú vilt
  • 2 stóra tómata skorna í sneiðar
  • 1/2 rauðlauk, fínskorinn
  • 150 gr Brie ostur, skorinn í bita
  • Salt og pipar

Og svo…

1. Byrjaðu á að fletja út botninn

2. Skvettu smá ólífuolíu á botninn, eða smyrðu hann lítillega með pestó ef þú kýst að  nota það. Dreifðu tómötum yfir, rauðlauk og Brie. Kryddaðu aðeins með salti og pipar.

3. Bakaðu á 220 í 20 mínútur eða þar til botninn er orðinn stökkur og góður.