Sóley Kristjánsdóttir a.k.a Sóley Dj eða Sóley módel er mörgum kunn enda ein mesta „sjarmaskessa“ sem finnst í borginni.

Sóley er alltaf brosandi og hress, gífurlega falleg með flottan stíl, ungleg í anda og útliti.

Sóley hefur um árabil unnið bæði sem fyrirsæta, plötusnúður og sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Hún er vel gift og á tvær litlar stúlkur. Við skulum kynnast Sóley enn betur:

Við hvað vildir þú starfa ef þú gerðir ekki það sem þú gerir núna? Garðyrkjufræðingur eða skordýra líffræðingur kæmi sterkt inn. Annars er ég afar hamingjusöm í núverandi starfi innan um sterku vínin, Guinness og skemmtilega fólkið. Afar fjölbreytt og krefjandi.

Uppáhalds staður? Sumarbústaðurinn – þar er kyrrð, ró, náttúra, fegurð og oftast stuð og frábær félagskapur! Staður til að hlaða batteríin. Erlendis er það Tokyo – jafnast ekkert á við þá borg. Krafturinn úr New York sinnum 10.

Topp 5 lög akkúrat núna? Nancy Sinatra og Lee Hazlewood – Summer Wine, Prins Póló – Niðrá Strönd, Gus Gus – Arabian Horse, Beach House – Upprifjun fyrir Airwaves. Öll lögin góð, Broken Bells – Mongrel Hearts sem er símhringingin mín núna og heyri það mikið.

Besta mynd allra tíma?: Coming to America með Eddie Murphy & Arsenio Hall og reyndar Með Allt á Hreinu líka. Myndir sem hafa elst ótrúlega vel. Samt er ég meira fyrir spennumyndir.

Uppáhalds hönnuður? Harpa Einars (Ziska) er að gera magnað nýtt efni sem við sjáum á Reykjavík Runway. Undurfögur hönnun og falleg efni. Annars elska ég falleg föt fremur en hönnuðina sjálfa.

Topp 5 snyrtivörur?

  1. Maybelline gulur maskari – æðislegur gaur á frábæru verði
  2. Kinnalitur
  3. Ljósbrúnn augabrúnablýantur
  4. 530 Fatal Red varalitur frá Maybelline eða Rich Plum frá sama merki
  5. Svartur eyeliner, blautur eða blýantur….þá er maður orðinn nokkuð góður í framan

Ef þú gætir eytt einum degi með hverjum sem er úr mannkynssögunni.. (hver og hvað myndir þið gera?): Einar Benediktsson – Ætli ég myndi ekki skreppa með honum til Ítalíu. Hann var ótrúlegt stórmenni.

Hver er draumurinn? Draumurinn er hamingjan

Bók sem breytti lífi þínu? Ég hugsa oft um bókina Lífsjátning sem er ævisaga Guðmundu Elíasdóttur óperusöngkonu. Mjög skemmtileg persóna.

Heilræði til okkar að lokum? Gangið hægt um gleðinnar dyr og njótið göngunnar!

Lagið Summer Wine með Nancy Sinatra og Lee Hazelwood :

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=mQiDs9tKZv4[/youtube]