Það eru fleiri en íslenskir hönnuðir sem fá innblástur frá eldgosum. Ég var að skoða eina uppáhalds síðu sem heitir Not just a label þegar ég rakst á þessa flottu línu frá Tramp in Disguise.

Ég er rosa veik fyrir flottum áprentunum og mynstrum og finnst þetta hafa heppnast afar vel hjá Sini Moilanen hönnuði TrampInDisguise. Það góða við Not just a Label síðuna er að þar er hægt að kaupa sér einstaka hönnun sem framleidd er í litlu upplagi svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af að önnur hver manneskja sé komin í eins flík og þú.