Í morgun þegar ég skutlaði stráknum á leikskólann kom ég við í uppáhalds bakaríinu mínu Passion Reykjavík – Álfheimum 6 og keypti mér rúnstykki.

Ég fer þangað nokkuð oft og afgreiðslustúlkan er alveg búin að fatta það að ég er svoddan sælkeri. Í morgun hvíslaði hún því að mér að bakararnir væru að undirbúa bollakökubakstur og myndu þeir hefja sölu á þeim seinna um daginn.

Þar sem ég þekki handbragð bakaranna og ég hef séð mörg listaverkin sem þeir gera með hveiti og smjeri gat ég ekki annað en boðað komu mína seinna um daginn.

Í alvöru! Eruð þið að grínast í mér!?

Ekki nóg með það að kökurnar séu Bjútífúll!!!… þá fær maður þær afhendar í fallegum fallegum boxum, bleikum, eplagrænum eða gulum og það er meira segja hægt að fá kort með þar sem maður getur skrifað ástarjátningu til kærastans, kærleikskveðju til eiginmannsins eða bara setja á sig varalitinn og kyssa kortið og lýsa ást sinni þannig en kökurnar sjálfar eru á við þúsund orð.

*ehrm*…. svolítið að missa mig í lýsingaorðunum …..

Svei mér þá ef bara lífið varð ekki aðeins litríkara eftir þessar bakaríisferð og ég gat ekki ákveðið mig hvaða tegundir ég ætti að kaupa þannig að ég KEYPTI ÞÆR ALLAR!

Appelsínu-, Pistasíu-, Jarðarberja-, Súkkulaði-, Piparmyntu- og Bananabollakökur… omm omm omm…. Allar hver annarri betri og þess virði að smakka!