Kirsuber
Kirsuber

Nú er hægt að kaupa kirsuber í mörgum matvöruverslunum landsins og getur stundum verið erfitt að standast freistinguna að kaupa eina pakkningu eða poka.

Íslendingar eru ekki vanir að geta týnt krisuber af trjánum en hver veit nema það séu nokkur ár í það þar sem landinn gróðursetur kirsuberjatré í garðana sína í tilraunaskyni, en ávaxtatrjárækt nýtur mikilla vinsælda nú á dögum.

Kirsuber eru skemmtileg viðbót í matinn og góð út á hafragrautinn á morgnana, salatið í hádeginu, gott að borða þau fyrir framan sjónvarpið og svo eru þau svo falleg á litinn.

Þar sem Kirsuberið er ávöxtur geta þau hjálpað okkur að stuðla að betri heilsu og má þar nefna að þau geta:

  • Sefað vöðva- og liðverki
  • Lækkað Kólesteról og komið í veg fyrir hjartasjúkdóma
  • Viðhaldið sjón og heilbrigði húðar þar sem þau innihalda mikið af Beta-Karótíni
  • Bætt svefn
  • Varið okkur gegn krabbameini

Nú er sumar og nú er sól, njótum þess og kaupum okkur kirsuber, þau gera lífið fallegra.