Kate Moss er án efa ein ríkasta og eftirsóttasta fyrirsæta jarðar. Ljósmyndarar fylgja henni um hvert fótmál en hún hefur verið á síðum blaðanna undanfarin tíu til fimmtán ár.

Kate byrjaði í bransanum fimmtán ára gömul. Á þessu myndbandi sést hún ræða málin við ljósmyndarann David Bailey sem árið 1998 gerði heimildarmyndina “Models Close Up”. Það er sætt að sjá þau tala saman þarna. Hann virkar eins og karmískur leigubílstjóri, eða pabbi hennar, og það er greinilega trúnaður á milli þeirra tveggja.

Í viðtalinu segir Kate m.a. að sér hafi þótt óþægilegt að vera brjóstaber til að byrja með. Henni hafi verið skipað að fara úr að ofan aðeins fimmtán ára gamalli og það fór svo illa í hana að hún fór greinilega að gráta. Svo komst hún yfir þetta og gott betur “Now I get my tits out at any chance,” segir hún. Skemmtileg kona og sjarmerandi.

Kíktu á viðtalið:

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=XInXQGqxu-0&feature=youtu.be[/youtube]

PS. Pjattrófurnar hafa skrifað helling um Kate Moss í gegnum tíðina. Smelltu bara Kate Moss í leitargluggann efst til hægri og þá færðu fullt af greinum um dívuna.