…er svo falleg! Þið eruð að kynnast, þú finnur fyrir sælutilfinningu og svima við það eitt að haldast í hendur. Að finna snertingu er nóg til að senda strauma um allan líkaman. Þú færð ekki nóg af að kyssast og það er endalaust verið að snerta hvort annað, knúsast. Helst viljið þið ekki fara úr rúminu, því þið eruð svo hátt uppi. Allt er svo spennandi og fyndið, frábært, sætt og skemmtilegt!

Minnum okkur reglulega á hvað það var sem fékk þig til að laðast að makanum og verða ástfanginn. Sýnum hvort öðru virðingu, heiðarleika, kærleika og væntumþykju. Þegar upp er staðið þá eru það litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli og tíminn sem við eigum, deilum og lærum af hvort öðru.

Þökkum fyrir hvern dag sem við njótum nærveru hvors annars, án ástar og hvors annars væri lífið litlaust og rómlegt.

Þetta myndband er krúttlegt og fallega tekið, lagið er kósý og sýnir svo vel þegar maður er ástfanginn upp fyrir haus. Taktu líka eftir fötunum sem parið klæðist í myndbandinu. Bolirnir hans eru ansi trendý og hún er ansi ‘stylish- líka. Flott par.

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=zMkniIAD4Rs[/youtube]