Annie Liebowitz er án efa einn hæfileikaríkasti ljósmyndari sögunnar og eru ljósmyndir hennar algert konfekt fyrir augað. Flestar listaverk, nánast eins og málverk.

Annie tók þessar ljósmyndir að mig minnir árið 2007 fyrir Disney fyrirtækið og eru þær stílfæring á þekktum Disney ævintýrum. Hún vann með þekktum persónum sem blasa við okkur í tímaritum, sjónvarpi og á kvikmyndatjaldinu en í aðalhlutverkum má meðal annars nefna leikkonuna Scarlett Johanson í gervi Öskubusku, fótboltatappinn David Beckham tekur sig vel út sem prins á hvítum prjónandi hesti, söngdívan Jennifer Lopez er Jasmine Prinsessa og ofurfyrirsætan Gisele Bündchen er systirin Wendy í Pétur Pan.

Njóttu…