TOP

TÍSKA: Nýtt frá Stylestalker

Stylestalker er ástralskt merki sem tvær ungar stelpur eiga heiðurinn að.
Það er frekar nýtt, eða frá 2008 en hefur samt náð nokkrum vinsældum síðan það var stofnað…

…Ég rakst á skemmtilegt vídjó frá þeim sem að sýnir þeirra nýjasta nýtt sem eru meðal annars hippalegir kjólar, munstróttar blússur, kjólar og skyrtur úr gegnsæju efni og kósí peysur.

Allt frekar 70´s og fínt.

Hér fyrir neðan er vídjóið og svo nokkrar myndir. Módelið í vídjóinu heitir Ali Lagarde og tónlistin er eftir Seabourne.

[vimeo]http://vimeo.com/19325690[/vimeo]

Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.