Jæja! Þá erum við búnar að draga út nöfn þeirra ofurheppnu kvenna sem fá að njóta hæfileika japanska sushimeistarans Kaz Ocokhi á veitingastaðnum LAVA í Bláa Lóninu en þau eru með í FOOD and FUN í fyrsta skipti á þessu ári.

Þær heppnu heita:

Auður Eva Ásberg, Sigríður Ágústa Jónsdóttir og Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir

Við þökkum ykkur hinum fyrir frábærar viðtökur á þessum gjafaleik. Kannski ekki skrítið enda um æðislega upplifun að ræða þegar saman koma einn fremsti sushi kokkur Bandaríkjanna með íslenskt hráefni á einum flottasta baðstað heims.

Við skorum á ykkur að bóka borð sem fyrst og gefa ykkur svo tíma í Lóninu áður en farið er í Sushi. Bláa Lónið er staður þar sem hlutirnir eiga ekki að gerast hægt. Það sama gildir fyrir sushi máltíðina. Þú átt að njóta hennar með dassi af Zen og keyra svo endurnærð á sál og líkama aftur í borgina.

Athugaðu að þú mátt nýta þér gjöfina í kvöld, á morgun, föstudag eða sunnudag.

Nánari upplýsingar má finna á www.bluelagoon.is og hér.