Ég rakst á ótrúlega skemmtilegt tískublogg hjá 3 ungum stelpum fyrir stuttu. Mér skilst að það séu tvær systur og 1 vinkona.

Alex - geðveikt hálsmen og varalitur !

Þær bæði taka myndir af sjálfum sér og flottu fötunum sínum ásamt því að blogga um nýjustu tísku.  Mér finnst alltaf svo gaman að rekast á skemmtileg íslensk blogg.

Þær eru allar með ólíkan stíl og allar ótrúlega smart! Flottar stelpur hér á ferð. Í einu blogginu fær maður að sjá mynd af mömmu þeirra og það er sko ekki erfitt að sjá hvaðan stúlkurnar fá sitt frábæra tískuvit ! Þetta er klárlega uppáhalds íslenska bloggið mitt í dag – fyrir utan pjattrófurnar auðvitað 😉

Ég hvet ykkur til að fylgjast með blogginu þeirra HÉR.