Kærastinn getur verið opinn með sitthvað sem þú vildir kannski að hann hefði meira út af fyrir sig.

Hann prumpar t.d. undir sænginni, ropar og lokar ekki á eftir sér þegar hann fer á klósettið. Já, hann er opin með þetta meðan það er annað sem hann á ALDREI eftir að deila með þér. Það er allt í lagi. Bella komst í leynileg skjöl og hér eru upplýsingarnar – Leyndarmál þessi fengust hjá Psychology Today en um 500 menn á aldrinum 22-45 ára tóku þátt í að svara.

1. HANN LÝGUR TIL UM FJÖLDANN

En það er allt í lagi, af því þú gerðir það líka – ekki satt?

Og þá komum við að því. Það á ALDREI að spyrja að því hvað gæinn hefur verið með mörgum og því síður skalt þú nokkurntíma svara þessu. Hann notar sömu formúlu og þú við að reikna út fjöldann. Viðurkennir nokkur skyndikynni og smáskot til að fá út öruggari og ásættanlegri fjölda. – Talan sem hann segir þér verður örugglega ekki sama tala og hann segir félögunum.

2. HANN DUNDAR SÉR MEIRA EN ÞÚ HELDUR

Þú veist reyndar að hann gerir það en þig myndi aldrei gruna að það væri daglega (jafnvel tvisvar á dag eða oftar!). Þrátt fyrir að hann skammist sín ekkert fyrir að veita sjálfum sér ánægju heldur hann að þú tækir það persónulega ef hann opinberaði hversu oft hann heilsar upp á persónulega vin sinn á neðri hæðinni.

3. HANN FANTASERAR UM VINKONU ÞÍNA, EÐA SYSTUR!

Kynlífsdraumar hans snúast ekki bara um þig. Allt í lagi, það kemur þér ekkert á óvart að í hugarheimi hans séuð þið Angelina Jolie saman berbrjósta á franskri strönd. En hugur hans nær ekki endilega svo langt. Hann hugsar ekki eingöngu um kynlíf með þér, heldur er hann líklega búinn að bæta við bestu vinkonu þinni, systur þinni, meðleigjanda þínum og nokkrum í vinnunni. Kenndu náttúrunni um. – Mundu bara að þótt hugur hans flögri þýðir það ekki að líkaminn fylgi á eftir.

4. HANN HEFUR ‘FEIKAÐ’ ÞAР

Samkvæmt könnunum hafa yfir 80% karlmanna viðurkennt að hafa feikað fullnægingu að minnsta kosti einu sinni, þannig að miklar líkur eru á að þinn maður hafi gert það líka. Hafðu ekki áhyggjur. Það gerist yfirleitt bara einu sinni og orsökin getur verið allt frá stressi til áhrifa frá lyfjum. Hann myndi samt aldrei viðurkenna að hann væri foli sem er ekki alltaf klár í slaginn. Aldrei.

Þar hefurðu það. Nú geturðu starað á hann píreyg í allt kvöld og velt því fyrir þér hvort það sé mamma þín, systir eða vinkona sem hann hefur farið í bólið með í kollinum… og hversu mörgum hann hefur RAUNVERULEGA sofið hjá – árans pjakkurinn 😉