Bella er dugleg að grúska í bókum sínum um allt á milli himins og jarðar. Í dag komst ég að þessu sem mér finnst í raun stórmerkilegt. Vissir þú…

  • …að Marilyn Monroe, þekktasta kynbomba tuttugustu aldarinnar, viðurkenndi fyrir vinkonu sinni að þrátt fyrir að hafa átt þrjá eiginmenn og fjöldann allan af elskhugum, hefði hún aldrei fengið fullnægingu?
  • …að samkvæmt eigendum erótískra verslana er kirsuberjabragð það vinsælasta þegar keypt eru æt nærföt? Súkkulaðibragð er minnst keypt.
  • …að hjá aztekum til forna var avocado talið svo kynferðislega örvandi að hreinum meyjum var bannað að koma nálægt ávextinum?
  • …að hæsta hlutfall samkynhneigðar af spendýrum jarðar er hjá karlkyns leðurblökum?
  • …að skegg karlmanna vex hraðast meðan þeir stunda kynlíf?
  • …að fyrir hverja venjulega vefsíðu eru fimm klámsíður?
  • …að fullnæging svína endist í 30 mínútur? (batnar þeim þá ekki af flensunni?)
  • …að læknisfræðileg rannsókn sem gerð var í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum sýndi að fólk sem stundar kynlíf einu sinni til tvisvar í viku bætir með því ónæmiskerfið?