Flestir hafa heyrt talað um undrakremið, eða gelið, Penzím sem hefur verið framleitt og þróað á Íslandi um nokkura ára skeið. Penzím inniheldur djúpvirk, hreinsuð ensím úr þorski en ensím eða lífhvatar eru prótein sem myndast í frumum og örva efnahvörf í lífverum.

Penzim er vanalega notað sem nærandi og græðandi húðáburður eða rakakrem og er borið á eftir smag og behag. Mig grunar að fólk noti þetta almennt á svona vandamálasvæði.

Ég hef t.d. notað Penzim á exem dóttur minnar og á húðþurrk sem ég er sjálf með og árangurinn er frábær. En það er eitt leyndó í Pensíminu líka.

Þetta virkar eins og facelift ef það er borið á húðina í andlitinu.

Ég hef stundum borið Penzim á trýnið mitt fyrir háttinn og þegar ég vakna næsta dag er eins og fimm ár hafi strokast í burtu með svefninum. Magnað. Ég veit ekki nkvl hvað það er sem gerist en það er eins og húðin endurnýji sig af þessu og útkoman er mögnuð. Svo er maður náttúrlega að styrkja íslenska framleiðslu með því að kaupa og nota Penzim. Það fæst í öllum apótekum og er á mjög sanngjörnu verði miðað við hvað maður fær fyrir peninginn. Innan við 2000 kr. Mig grunar að það líði ekki á löngu þar til það verður farið að nota þetta og selja sem snyrtivörur því áhrifin eru með því árangursríkara sem maður hefur séð.