Réttupp hend sem fílar einfaldar aðgerðir í smink málum. Ég!

Þessvegna finnst mér þessi roll-on augnskuggi ógó sniðugur. Reyndar fíla ég allt svona sem maður getur klínt á sig með lítilli fyrirhöfn mjög vel. T.d. á ég túbuaugnskugga frá Clarins sem ég nota mjög mikið og er almennt fyrir allt sem sparar mér tíma og fyrirhöfn þegar ég er að hafa mig til á morgnanna. Túbuaugnskugganum er bara sprautað á fingurgóm og svo smyr ég þessu á augnlokið. Bleiki er flottastur.

Lítil fyrirhöfn, mikill árangur… það er málið. Með þessu getur maður málað sig á rauðu ljósi þessvegna en varla með venjulegum augnskugga og bursta og öllu tilheyrandi. Það er svona svipað og að taka læri og bernais sósu í tupperware dalli með í bíó, til að hafa eitthvað gott að nasla á.

Einmitt.