Í dag skín sólin og því ekki ólíklegt að margir fari út að viðra sig. En þó að það sé bara mars skaltu muna eftir sólarvörn. Það eru nefninlega nokkur atriði sem flýta fyrir hrukkumyndun húðarinnar og eitt þeirra er sannarlega sólargeislarnir (hin eru t.d. óþarfa áhyggjur, sígós, stress, svefnleysi ofl).

Já, semsagt… ef þú vilt ekki verða gömul fyrir aldur fram skaltu alltaf gæta þín á UV geislum sólarinnar. Notaðu annaðhvort meik sem inniheldur amk sólarvörn 15 eða krem hvort sem er um sumar eða vetur, það er að segja ef þú vilt halda þér unglegri.

Sjálf asnaðist ég til að fara í ljósatíma um daginn. Fer ALDREI og auðvitað brann ég á trýninu eins og einhver kjáni. Næsta dag fór ég á fund með snyrtifræðingum sem skömmuðu mig fyrir uppátækið, sögðu mér að bera á mig vörn 30 á klukkutíma fresti og forðast að vera fyrir framan tölvuskjá. Svo gáfu þær mér maska til að minnka skaðann.

Mér leið eins og lúða. Þær minntu mig á öll frábæru brúnkukremin sem hægt er að nota og líka bara þá staðreynd að það er ekkert fallegra að vera með brúna húð en ljósa. Málið er frekar hversu falleg húðin sjálf er, en ekki hvernig hún er á litinn.

Ég fann það á húðinni hvað hún hafi innilega ekki gott af þessum ljósatíma. Mér fannst eins og hún hefði þykknað og svo fór ég auðvitað að flagna og ég veit ekki hvað og hvað.

Þarf að láta mér þetta að kenningu verða. Freknur eru sætar en rautt og flagnað ljósaslys er bara sorglegt og segir manni meira um hvað þetta er skaðlegt fyrir mann en hvað það er fínt að vera tönuð.

Héðan í frá ætla ég að treysta á brúnkukremin mín og sólarvarinni útivist til að halda mér frísklegri í stað þess að kasta mér í mínútugrillið og koma eins og flengdur aparass undan því.

Fussumsvei 🙂 Fíflagangurerþettah?!