Ég varð voða glöð þegar ég kynntist Dove Summer Glow body lotioninu, enda fullkomin blanda: brúnkukrem og body lotion í einum pakka – Geðveikt.

Hin dýru brúnkukremin fóru beint í tunnuna því það er ekki vond lykt af þessu eins og þeim og það kemur fáránlega flott brúnka af þessu. Ég þoli ekki þessi krem sem maður verður flekkóttur af og þróast svo út í það að þau verða appelsínugul og ljót. Dove er hinsvegar ódýrt, vellyktandi og gott og er því klárlega málið.

Body lotionið er í nokkrum litaskölum og byggir upp brúnku með tímanum. Ég hef reyndar bara notað eina umferð og fundist það duga en fyrir þær sem vilja dýpri og meiri brúnku er hægt að bera nokkrar umferðir á líkamann.

Dove summer glow fæst í öllum búðum og apótekum og er á mjög góðu verði.