Á Seltjarnarnesi er lítil hárgreiðslustofa sem heitir Salon Nes. Þar vinnur hárgreiðslumeistarinn Íris en Íris er vinur litla mannsins. Eftir að kreppan skall á lækkaði hún verðin hjá sér og ekki nóg með það heldur gefur hún afslátt af góðu verði líka.

Á stofunni kostar dömuklipping núna 3.600 og litun rúmlega 4000. Það er annað en víða annarsstaðar þar sem maður gengur út, 17-20.000 krónum fátækari eftir dúið.

Hér er heimasíða Salon Nes með verðskrá og alles. Gerðu svo vel að smella. 

Ég hef enn ekki farið en ætla að láta á þetta reyna á mánudaginn. Kannski kemur maður út af stofunni eins og brjálæðingur en það getur ekki skaðað svo mikið. Hár vex alltaf aftur og ég þarf bara að láta lita smá rót.  Og til hvers að borga 7.500 þegar ég get borgað 4.500 fyrir nákvæmlega sama verk? Það má fara út að borða fyrir mismuninn, eða kaupa peysu.