Debbie Harry er án alls vafa eitt eftirminnilegasta tísku-icon 80’s áranna. Hún einhvernveginn rammaði þetta allt inn. Töffaraskap, pönk attitjúd, kvenleika, sex-appíl og flottan stíl.

Við erum alveg til í að sjá meira svona á næstunni og það ætti ekkert að vera erfitt enda var stíllinn svo mikið hennar að hann fór aldrei úr tísku. Finnur svona föt í öllum búðum, hvort sem er second hand eða nýtt.

Klassík og kúlheit.


Þessi mynd hefði getað verið tekin fyrir 2 mánuðum. Sólgleraugun alveg hæst móðins núna. Vesti og bara brjóstahaldari innanundir. Þetta getur ekki klikkað.
Háir hælar, sokkar, hnéhlífar, stuttbuxur, vesti og tígó… Blessuð!
Slétt + toppur
Og svo rosa mikið VOLUME… þykkar augabrúnir og ótrúlega flott förðun.