Stundum hef ég átt body lotion frá ilmvatnsframleiðendum en þótt lyktin of sterk.

Þá er mjög sniðugt að blanda það með einhverju lyktarlausu húðkremi sem kostar ekki mikið en gerir því meira gagn.

Til dæmis er hægt að nota Karbamíd krem frá Gamla Apótekinu… eða eitthvað annað lyktarlaust og Ph Neutral krem og blanda því einfaldlega saman í lófanum við rándýra ilmvatns body lotion-ið þitt.

Núna nota ég eitthvað norskt karbamíd krem sem ég keypti í Lyf og heilsu á 800 kall og blanda þetta saman við body lotion frá Donnu Karan.

Ógisslega sniðugt.