Allir sem eru með aflitað hár eða bara litað ljóst hár, eiga að hafa flösku af fjólubláu sjampói í sturtunni. Þetta sjampó hreinsar gula litinn úr hárinu sem verður jú alltaf meiri og ýktari eftir því sem lengra dregur frá því að þú lést lita.


Fjólubláa sjampóið á að nota sirka einu sinni til tvisvar í viku. Ef þú vilt alveg hvítt hár skaltu láta það bíða svolítið lengi í hárinu. Kannski í sirka tíu mínútur.
Passaðu þig samt á því að gera þetta stuttu eftir að hárið er aflitað af því þá er smá séns að það sogi í sig fljólubláa litinn og þá minnir þú ósjálfrátt á sjötugan aðdáanda Elvis Presley, sem er ekki mjög kúl.

Sjampóið frá L’oreal má kaupa hjá Rauðhettu og Úlfinum, held ég, en annars er þetta til frá ýmsum framleiðendum. T.d. Toni and Guy sem búa til fínar vörur í almenningssölu… á ágætu verði. Held að það kosti rúmlega þúsund frá Toni en rúmlega tvö frá L’Oreal.

Ég get þó mælt með L’Oreal fullum fetum. Maður notar þetta líka bara einu sinni til tvisvar í viku svo brúsinn kemur alltaf til með að endast lengi.

Blonds have more fun (sérstaklega platinum) en stelpur með heimalitað gult hár eru bara stelpur með gult hár og það er enginn klassi yfir því. Þannig aaað… út í búð að ná í fjólublátt sjampó!

Vissirðu af þessu?
Já og er alltaf sátt
Neibb og er stundum of gul fyrir eigin smekk
  
Free polls from Pollhost.com