Make up store selur allskonar dót sem er misjafnlega gott eins og gengur og gerist með snyrtivörur en eitt er það sem ber af hjá þeim og það er meikið. Ég er voða hrifin af meikinu þeirra og sérstaklega hvað það er gott að blanda því saman.

Það er nebblega þannig að maður er ekki alltaf eins á litinn. Á sumrin er húðin vanalega aðeins dekkri en á veturna og á haustin ljósari en um hásumar. Þessvegna er gott að eiga tvö blæbrigði af lit og blanda svo eftir því hvernig maður er þau misserin. Eins er gott að nota dekkri litinn stundum til að skyggja kinnbein, nef og annað…jafnvel betra en að nota púður því þetta blandast betur svona.

Svo er líka fínt að benda á að það má alveg blanda saman liquid og möttu. Fólk er með mis þurra eða feita húð og flestir eru með það sem kallast blönduð húð. Það er að segja, ekki of þurra og ekki of feita. Þessvegna er alveg klever að mixa þessu bara smá saman.

Til að vera viss er líka gott að fá prufur með heim úr búðinni og testa þetta vel áður en ráðist er í kaupin. Ég held að flaska af svona meiki kosti tæplega 4000. Man það samt ekki alveg. Gæti verið 3.500. Þetta er allavega ekki í dýrari kantinum.