Það er betra að eiga ekki meira en það sem maður notar og/eða gleður mann. Því meira sem maður losar sig við af því sem ekki gagnast manni, því meira rými skapast fyrir nýtt orkuflæði. Þetta er Feng Shui 101.
Ég fann þennan stórkostlega lista á netinu en í honum eru taldir upp 200 hlutir sem vert er að losa sig við.
Best væri að fara skipulega í listann og losa sig við tíu eða fleiri atriði á viku. Hafðu Gefa Henda Geyma í huga þegar þú ferð yfir þetta.
Mundu að margt er hægt að selja, gefa eða henda. Þú verður bara að vera fljót að ákveða hvert hlutirnir eiga að fara og koma þeim þangað hratt.
Athugaðu til dæmis að skólar og leikskólar taka lengi við. Einnig bókasöfn og þá Rauði Krossinn, Hjálpræðisherinn og aðrar slíkar stofnanir.
Haltu því sem skapar vellíðan hjá þér. Ef þú finnur ekki pínu gleðiblossa þegar þú sérð hlutinn þá skaltu koma honum annað. Umkringdu þig með hlutum sem vekja hjá þér gleði.
Til að listinn verði ekki allt of langur þá eru hér 100 hlutir til að henda eða losa sig við (ég lofa 100 í viðbót fljótlega!).
1. Umbúðir; Apple dót, kassar, leiðbeiningabæklingar sem nú er hægt er að finna á netinu.
2. Herðartré úr fatahreinsuninni.
3. Herðatré úr búðum.
4. Gamlar förðunarvörur sem eru útrunnar.
5. Hálf kláruð verkefni – þú veist hvaða verkefni það eru.
6. Gömul tímarit.
7. Gamlar naglaþjalir.
8. Gömul málning.
9. Gamlar nærbuxur sem þú fílar ekki lengur.
10. Reikningar, skattamál, allt sem er orðið eldra en 7 ára.
11. Sokkar með götum eða single sokkar.
12. Auka bollar og glös. Hvað þarftu eiginlega mikið af þessu? Geymdu nokkra í geymslunni ef það koma gestir.
13. Bækur sem þú ert búin að lesa og munt aldrei lesa aftur.
14. Gömul tækni. Floppy diskar, VHS spólur (án spilara), geisladiskar sem þú þolir ekki. Geisladiska og DVD hulstur án diska.
15. Leikföng sem enginn elskar.
16. Tuskur. Maður þarf ekki 50.
17. Sprittkerti. Annað hvort áttu að nota þau eða henda þeim.
18. Tilgangslausir tilboðsbæklingar og matseðlar sem detta inn um lúguna.
19. Gömul afmæliskort, jólakort. Geymdu þau sem þú elskar mest en hentu hinum.
20. Gömul vítamín og lyf.
21. Gamla ljóta strigaskó sem ekki er hægt að selja (oft er hægt að selja Nike og Adidas).
22. Stöku plastgafflar og önnur plasthnífapör.
23. Gömul krydd. Krydd renna reyndar ekki út en þau missa bragðið. Endast almennt ekki mikið lengur en 4 ár yfir síðasta söludag, þá verða þau fremur bragðdauf.
24. Rafmagnssnúrur sem þú átt tvennt af. USB, scart os.frv.
25. Gamlar hárspennur.
26. Borðspil sem vantar hluti í.
27. Gamalt naglalakk.
28. Tölvuleikir sem enginn nennir að leika sér í.
29. Barnavörur sem ekkert barn er að nota.
30. Skart sem þú notar ekki.
31. Útrunninn matur í frystinum.
32. Mottur eða annað innanstokksdót sem hefur ekki verið notað síðan þú tókst allt í gegn.
33. Ilmir og rakspírar sem enginn notar.
34. Ljót handklæði.
35. Framlengingarsnúrur og fjöltengi- Hvað þarftu margar?
36. Auka rúmföt – Það þarf bara tvennt á hvert rúm. Ein til vara.
37. Plastumbúðir sem ekki eru í notkun. Sérstaklega þau sem vantar lokið á. Ekki geyma slíkan varning of lengi. Plastið getur skemmst með árunum og innihaldið PBA.
38. Reikningar. Reyndu að fá alla reikninga rafrænt. Hentu hinum.
39. Launaseðlar eldri en tveggja ára.
40. Gamlar hárteygjur og bönd.
41. Gamlar eldspítur sem ekki eru notaðar.
42. Gömul dagblöð.
43. Útrunninn lyfseðilsskyld lyf.
44. Auka koddar.
45. Miðar til minningar (til dæmis á tónleika eða ferðalag) – Rammaðu þá inn eða límdu í bók.
46. Förðunarvörur sem þú ætlar að prófa einn daginn. Þú átt aldrei eftir að prófa þær.
47. Föt sem eru meira en 2 stærðum of lítil. Ekki gefa drauminn um að léttast upp á bátinn en ÞEGAR þú nærð kjörþyngdinni skaltu kaupa ný föt og verðlauna þig þannig.
48. Hlutir sem þú hefur keypt en hefur ekki náð að skila. Skilaðu þeim. Eða gefðu þá.
49. Tipp Ex – Það notar enginn þannig lengur.
50. Óútfylltar glósubækur sem staflast upp og enginn skrifar í.
51. Pennar og blýantar. Geymdu uppáhalds en losaðu þig við hina.
52. Litlir sjampóbrúsar af hótelinu sem þú gistir á fyrir fimm árum.
53. Hitt og þetta drasl sem fer í taugarnar á þér af því þér finnst það ljótt.
54. Snúrur sem ekki er hægt að tengja í neitt sem þú átt og ert að nota núna.
55. Lausar skrúfur, rær, festingar og allt það… nema þú sért að fara að nota þetta fljótlega.
56. Myndlist eftir börnin. Veldu það besta úr og gerðu fallega bók eða möppu.
57. Gamalt partýskraut.
58. Skraut úr brúðkaupinu þínu, – geymdu smá, hentu rest.
59. Gömul jólakort sem þú hefur látið gera, – geymdu eitt frá hverju ári, hentu rest.
60. Jólaskraut sem þér finnst ekkert spes lengur.
61. Skraut sem er bara notað einu sinni á ári og safnar gríðarlegu ryki þess á milli. Er þá ekki betra að nota bara afskornar greinar og eitthvað ferskt og fallegt?
62. Snyrti og hreinlætisvörur, mýkingarefni sem þú fílar ekki lyktina af, sjampó sem þú ert hætt að nota. Gefðu þetta í herinn eða annað þar sem það gerir gagn.
63. Blómapottar, ef þú ert ekki með blóm, til hvers þá að vera með potta?
64. Blómakönnur. Maður þarf bara eina, ef maður á blóm.
65. Barnaföt sem eru orðin of lítil. Geymdu bara uppáhalds ef þú ætlar að eignast fleiri börn. Seldu hin, svo lengi sem þau eru enn í tísku.
66. Auka tölur. Ef þú ert ekki saumakona þá skaltu bara henda þeim.
67. Gömul dagatöl.
68. Það sem er í frystinum og þú veist ekki hvenær lokadagsetningin er. Mundu svo að merkja það sem fer í frystinn í framtíðinni.
69. DVD diskar sem þú átt aldrei eftir að horfa á aftur.
70. Fjölnota pokar af ráðstefnum. Ef þú ert ekki að nota þetta núna þá notarðu þetta aldrei.
71. Hvað þarftu að eiga mörg skæri? Tvö, kannski þrjú?
72. Notaðir eyrnatappar.
73. Krullujárn eða önnur hársnyrtitæki sem þú notar ekki núna og ekki síðustu fimm árin.
74. Hárliturnarefni sem þú notar ekki lengur.
75. Ferðamál sem leka, sem eru ljót, eða þau sem þú verður að þvo í höndunum.
76. Kassar, – skókassar, pappakassar, kassar af snyrtivörum… Recycle and be free.
77. Prufur – Notaðu þær. Ef ekki, þá skaltu gefa þær eða henda þeim.
78. Leikir sem þú hefur ekki farið í síðustu tvö árin.
79. Málbönd. Hvað þarftu mörg?
80. Gömul símahulstur, hleðslutæki, skjáverjur… allt þetta gamla símadót.
81. Bönd, teygjur og spottar hverskonar.
82. Afsláttarmiðar sem eru útrunnir.
83. Skipulagseiningar sem þú keyptir til að vera skipulögð en það gekk ekki upp.
84. Belti sem passa ekki lengur eða eru orðin púkó.
85. Tvennt af eldhúsdóti. Hefurðu einhverntíma notað þrjá píska í einu? Eða fimm sleifar?
86. Kökumót, nema þú hafir notað þau síðasta árið og planir að halda því áfram.
87. Kökuform sem aldrei eru notuð. Til dæmis eins og Mikka mús hausinn sem var keyptur fyrir eitthvað fimm ára afmæli árið nítíu og eitthvað.
88. Gamalt tannhvíttunarefni.
89. Brjóstsykur sem þú manst ekki hvenær var keyptur.
90. Tuskudúkkur sem börnin hafa ekki lengur áhuga á.
91. Hálfa varasalva sem eru útrunnir. Hentu þessu og keyptu þér nýjan og ferskan sem gerir sitt gagn.
92. Mæliskálar, t.d. desi og millilítramál, sem þú átt tvennt af.
93. Gamlar dagbækur fyrir ár sem eru liðin.
94. Ljót kerti. Ef þér finnst þetta kerti ekki fallegt þá áttu aldrei eftir að kveikja á því. Hentu því eða gefðu.
95. Krukkur sem safnast bara upp og þú notar ekki. Það kemur ný krukka í staðinn.
96. Útrunnin sólarvörn.
97. Tæki til að fjarlægja hefti. Þú þarft að nota verulega góð rök fyrir því að hafa ástæðu til að halda þessu apparati.
98. Ferða-vekjaraklukka. Nú notum við símana sem vekjaraklukkur.
99. Stress boltar og annað sem á að losa um stress en gerir það ekki.
100. Rafmagns hýbíla ilmur sem ekki fást fyllingar í (eða þú kaupir þær aldrei).
Þetta voru fyrstu 100. Næstu 100 koma fljótlega. En þangað til – Prentaðu þennan lista út eða gerðu bookmark. Bjallaðu í einhvern sem býr ekki með þér og fáðu aðstoð. Verðlaunaðu ykkur að verkinu loknu, t.d. pizza og bjór, og bíddu svo eftir næstu 100 atriðinum.
Gangi ykkur vel að grisja!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.