Um daginn var ég beðin um að skrifa um vörur sem mér finnst nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni. Ég ákvað því að útbúa smá lista með vörum sem gæti hjálpað einhverjum í sínum snyrtivörukaupum.
Þetta er í rauninni allt sem þú “þarft” að eiga til þess að skapa fallega förðun við hvert tilefni. Ég myndi t.d. ráðleggja manneskju sem er lítið inn í snyrtivörum en langar að þróa sig áfram að fjárfesta í þessum grunnvörum.
- Grunnur (Primer)
- Hversdagsmeik
- Sparimeik
- Hyljara
- Augabrúnalit
- Tvo blöndunarbursta fyrir augun
- Eyeliner bursta
- Augnskuggapallettu í jarðlitunum sem fara þér best (ljósa, dökka og milliliti)
- Blautan/gel eyeliner
- Svartan blýant og brúnan blýant
- Yddara fyrir blýantana
- Púður sem tekur glans
- Matt sólarpúður
- Kinnalit sem fer þér vel og passar við þinn húðlit
- Hversdags varalit/gloss
- Spari varalit/gloss
- Maskara
- Meikbursta
- Púðurbursta
- Augnskuggabursta
Að sjálfsögðu er alltaf hægt að bæta fleiri litum af hinu og þessu, eftir því sem maður vill prófa sig áfram eða vera fjölbreyttari.
Mér finnst um að gera að auka þekkingu sína og prófa sig áfram, því snyrtivörur eru eitt það skemmtilegasta fyrirbæri sem til er!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com