Föstudaginn 12. febrúar munu vera sérstakar kvikmyndarsýningar á kvikmyndinni How To Be Single í Sambíóunum Álfabakka og Akureyri en sýningarnar eru ætlaðar foreldrum með ungabörn.
Þessar sýningar nefnast Mömmu- og pabbaMorgnar og eru frábrugðnar hefðbundnum sýningum að því leiti að hljóðstyrkur er lægri en gengur og gerist í bíó auk þess sem það verður ljóstýra í salnum foreldrum til halds og trausts.
Sambíóin byggja þetta á erlendri fyrirmynd og vonast til þess að þessi nýbreytni falli landanum vel í geð enda margir sem eru til í tilbreytingu meðan fæðingarorlofið er tekið út.
Vekja skal athygli á því að það er gert ráð fyrir því að foreldrarnir þurfi að hafa nægt pláss í kringum sig og því fær hvert og eitt foreldri lágmark eitt sæti til að geyma bleyjur, burðarstól, yfirhafnir o.s.frv.
Foreldrarnir ættu því að geta gert sér dagamun með börnunum og skella sér í bíó.
Hvað valið á myndinni varðar þá er þetta hressandi gamanmynd með rómantísku ívafi sem ætti að geta fengið flesta til að flissa svolítið. Dakota Johnson og Rebel Wilson leika helstu hlutverk.
Myndin er sýnd kl 12 næsta föstudag.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.