…að minnsta kosti ef marka má ALLIR LESA leikinn sem stendur nú sem hæst en skráning hófst þann 22. jan og stendur til 21. þessa mánaðar.
Konur eru margfalt fleiri þáttakendur í leiknum, eða um 73% meðan karlar eru um 26%, það hallar því á þeirra hlut og við vonum að í staðinn séu þeir bara að lesa blöðin.
Leikurinn, sem kallaður hefur verið landsleikur í lestri, gengur út á að skrá lestur á einfaldan hátt og halda þannig eigin lestrardagbók.
Keppt er í liðum og mældur sá tími sem liðin verja í lestur. Í lokin eru sigurlið heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum. Allar tegundir bóka eru gjaldgengar og allir geta myndað lið, hvort sem eru bekkir, vinnustaðir, vinahópar eða aðrir. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar.
Margt bendir til þess að okkar fólk á landsbyggðinni sé líka að rúlla þessu upp en samkvæmt listanum yfir þau sveitafélög sem standa sig best er það sveitafélagið í Árborg sem er alveg með ‘etta.
Hér finnurðu fleira um leikinn og auðvitað er hægt að skrá sig til leiks ef þú treystir þér að koma inn í hálfleik.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.