UPPSKRIFT/HEILSA: Hressandi grænn boozt sem rífur þig í gang

UPPSKRIFT/HEILSA: Hressandi grænn boozt sem rífur þig í gang

12646679_10153923774895798_7363020595020437556_oNutribullet er nýjasta snilldin á heimili mínu en ég fékk þessa græju í jólagjöf og hef notað hana óspart síðan.

Ég hef verið að prófa mig áfram með allskonar boozt uppskriftir, sumar heppnast betur en aðrar og mig langar að deila einni af þessari vel heppnuðu með þér!

Ég á alltaf til hráefni í þessa uppskrift en að mínu mati þá klikkar þessi græni boozt aldrei 🙂

  • Lúka af spínati
  • 1 grænt epli
  • Mynta
  • 1/2 appelsína (val)
  • 2-3 cm engifer rót
  • Floridana Heilsusafi
  • Klakar

Magn af spínati og myntu fer bara eftir skapi. Einnig hef ég stundum sett Spirulina duft eða annað skemmtilegt útí fyrir smá auka kraft.

Njóttu vel 🙂

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest