Safnahúsið við Hverfisgötu er eitt af mínum uppáhalds húsum á Íslandi. Það er svo ótrúlega ævintýralegt og því varð ég mjög glöð þegar við Sigríður (Makeup by Kjerúlf) fengum leyfi fyrir myndatöku með Glowie.
Húsið var byggt á árunum 1906 til 1908 og var svo opnað almenningi árið 1909. Það var byggt fyrir Landsbókasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands, en ýmislegt fleira hefur verið starfrækt í húsinu. Ég mæli eindregið með heimsókn í þetta fallega hús, fá sér kaffi á Kaffitár og skoða sýninguna sem er í gangi núna.
Allavega þá fengum við Sigríður söngkonuna Glowie til liðs við okkur í myndatöku. Mér finnst Glowie vera ein af hæfileikaríkustu söngkonum landsins. Hún er aðeins 18 ára gömul og er á hraðri uppleið í tónlistarheiminum. Hún vann til dæmis titilinn Nýliði ársins á hlustendaverðlaunum FM957 síðastliðinn föstudag, auk þess að hafa verið tilnefnd í öðrum flokkum.
Sigríður fékk lánuð æðislega föt fyrir okkur í Mýrinni og skart frá Kenzo úr Leonard. Allt svo sjúklega flott í þessum búðum. Kenzo hringurinn er t.d. klárlega kominn á óskalistann hjá mér! Mig langar að þakka þeim innilega fyrir lánið! ♥
Make up, hár & stílisering: Sigríður K. Kjerulf
Model: Glowie
Skart: Leonard – Kenzo
Fatnaður: Mýrin – Helicopter
Myndir & myndvinnsla: Emilía Kristín
Smelltu á myndirnar til að stækka og fletta…
Behind the scenes:
Sérstakar þakkir til Safnahússins
www.culturehouse.is
Ps. við erum allar á instagram:
Stjórnmálafræðingurinn Emilía Kristín er 25 ára stelpa, fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Hún er í sambúð og móðir tveggja dásamlegra stelpna. Emilía hefur brennandi áhuga á ljósmyndun, hönnun, tísku og barnatísku og elskar allt sem glitrar. Hún er með útlandasýki á háu stigi og er helst með 2-3 utanlandsferðir í kortunum. Uppáhalds staðurinn hennar í Reykjavík er Te&kaffi í Austurstræti og hún elskar Pippó! ✌