Ung fólk og krabbamein – Ráðstefna í dag, þriðjudaginn 26. janúar

Ung fólk og krabbamein – Ráðstefna í dag, þriðjudaginn 26. janúar

radstefna

Í kvöld fer fram Ör-ráðstefna Krafts um krabbamein og ungt fólk. Ráðstefnan verður haldin í Stúdentakjallaranum í dag, þriðjudaginn 26. janúar 2016 og hún hefst klukkan 17.30 en fundarstjóri er Björn Bragi Arnarsson.

Dagskráin er svohljóðandi: 

Setning :
– Hulda Hjálmarsdóttir, formaður Krafts

Njóta konur og karlar sem greinast með krabbamein jafnréttis?
– Hannes Ívarsson fjallar um getuleysi vegna krabbameins og kröfur karlmanna, sem greinast með krabbamein í kynfærum, til að fá stynningarlyf og risbúnað niðurgreitt.

Móðurmissir og söknuðurinn eftir því sem hefði átt að verða:
– Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir missti móður sína 22 ára gömul árið 2012. Hún ræðir um áfallið og móðurmissinn og lærdóminn sem hægt er að tileinka sér eftir slíkt.

“Sjúkdóminn í eigin hendur – Hvað er hægt að gera?“ 
– Kári Örn Hinriksson sem barist hefur við krabbamein í áratug fjallar um rannsóknir á mataræði og krabbameini ásamt því að benda á kostnað krabbameinsveiks ungs fólks vegna lyfja- og læknismeðferða og tæknifrjóvgunar.

Tónlistaratriði. Sigríður Thorlacius

Útlit og krabbamein:
– Jenný Þórunn Stefánsdóttir, sem greindist með krabbamein, fjallar um útlit, hármissi og möguleika ungra kvenna til að líta vel út, þrátt fyrir afleiðingar lyfjameðferðar þ.a.l.

Þegar fjölskyldufaðir greinist með heilakrabbamein
– Kristján Björn Tryggvason, sem greinst hefur tvisvar með heilabrabbamein, fjallar um áhrif þess á líf fimm manna fjölskyldu.

Hver dagur er sigur:
– Ástrós Rut Sigurðarsóttir, unnusta krabbameinsveiks manns, fjallar um áhrif veikinda manns hennar á líf þeirra í skugga lífsógnandi sjúkdóms.

Ráðstefnuslit

Hér er viðburðurinn á Facebook

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest