Í kvöld fer fram Ör-ráðstefna Krafts um krabbamein og ungt fólk. Ráðstefnan verður haldin í Stúdentakjallaranum í dag, þriðjudaginn 26. janúar 2016 og hún hefst klukkan 17.30 en fundarstjóri er Björn Bragi Arnarsson.
Dagskráin er svohljóðandi:
Setning :
– Hulda Hjálmarsdóttir, formaður Krafts
Njóta konur og karlar sem greinast með krabbamein jafnréttis?
– Hannes Ívarsson fjallar um getuleysi vegna krabbameins og kröfur karlmanna, sem greinast með krabbamein í kynfærum, til að fá stynningarlyf og risbúnað niðurgreitt.
Móðurmissir og söknuðurinn eftir því sem hefði átt að verða:
– Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir missti móður sína 22 ára gömul árið 2012. Hún ræðir um áfallið og móðurmissinn og lærdóminn sem hægt er að tileinka sér eftir slíkt.
“Sjúkdóminn í eigin hendur – Hvað er hægt að gera?“
– Kári Örn Hinriksson sem barist hefur við krabbamein í áratug fjallar um rannsóknir á mataræði og krabbameini ásamt því að benda á kostnað krabbameinsveiks ungs fólks vegna lyfja- og læknismeðferða og tæknifrjóvgunar.
Tónlistaratriði. Sigríður Thorlacius
Útlit og krabbamein:
– Jenný Þórunn Stefánsdóttir, sem greindist með krabbamein, fjallar um útlit, hármissi og möguleika ungra kvenna til að líta vel út, þrátt fyrir afleiðingar lyfjameðferðar þ.a.l.
Þegar fjölskyldufaðir greinist með heilakrabbamein
– Kristján Björn Tryggvason, sem greinst hefur tvisvar með heilabrabbamein, fjallar um áhrif þess á líf fimm manna fjölskyldu.
Hver dagur er sigur:
– Ástrós Rut Sigurðarsóttir, unnusta krabbameinsveiks manns, fjallar um áhrif veikinda manns hennar á líf þeirra í skugga lífsógnandi sjúkdóms.
Ráðstefnuslit
Hér er viðburðurinn á Facebook
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.