Bækur: Hvít sem mjöll – Stóð ekki undir væntingum

Bækur: Hvít sem mjöll – Stóð ekki undir væntingum

sallasimukka

Hvít sem mjöll eftir finnska rithöfundinn Salla Simukka er önnur bókin í þríleik um Mjallhvíti. Fyrsta bókin var Rauð sem blóð sem kom út fyrir ári.

Í þessari sögu er Mjallhvít í sumarfríi í Prag. Hún fer þangað ein til að jafna sig eftir atburði vetrarins (sem fjallað er um í fyrstu bókinni). Hún er ekki fyrr komin þangað en einkennilegir atburðir taka að gerast. Zelenka, ung stúlka, hefur samband við hana og segist vera hálfsystir hennar. Hún segir henni að móðir sín hafi ekki leyft föður þeirra að hafa samband en nú sé móðir hennar dáin. Inn þetta fléttast núverandi fjölskylda Zelenku og fyrr en varir eru alls konar dularfullir atburðir farnir að gerast.

HvitSemMjollÞetta er unglingabók, skrifuð af ungum rithöfundi og ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum. Mér fannst fyrri bókin mjög góð en þessi er bara ekki eins góð.

Höfundur reynir ekki að dýpka Mjallhvíti neitt þannig að mér fannst hreinlega hún vera frekar leiðinleg. Hún talar í leyndarmálum og vitnar stanslaust í hin mörgu leyndarmál fjölskyldu sinnar en þau nægja ekki til að kveikja neina forvitni um hennar hagi.

Mjallhvít er 17 ára og það vefst ekkert fyrir henni að fara ein til útlanda og halda sig fjarri öðru fólki, samt trúir hún Zelenku þegar hún segist vera systir hennar og hafi þekkt hana af mynd sem hún sá í augnablik áratug áður.

Niðurstaða:

Þrátt fyrir allt er samt ákveðinn kraftur í þessari bók og ég get alveg ímyndað mér að unglingsstúlkur hafi gaman að henni. Mjallhvít er svona Nancy Drew okkar tíma. Það var alltaf eitthvað dularfullt að gerast hjá henni og ég held að persónusköpun hennar hafi kannski ekki verið mjög djúp. Stundum þurfa persónur ekki að vera mjög djúpar til þess að sagan sé skemmtileg.

Tvær og hálf stjarna 2.5 out of 5 stars (2,5 / 5)

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest