Það er ekki til sú snyrtivara sem kemur í staðinn fyrir góða skapið, góðan svefn, gott mataræði og hreyfingu en þær hjálpa vissulega til 😉
Eftirtaldar eru mínar uppáhalds snyrtivörur sem ég prófaði á árinu sem var að líða. Með uppáhalds þá meina ég að þær virka vel og mér finnst ég fá gæði fyrir peningana mína. Ekki er það verra ef varan kostar ekkert rosalega marga peninga en hér á listanum eru allavega þrjár vörur sem mér finnst alveg gersamlega frábærar miðað við verðið.
1. Boombastic maskarinn frá Gosh
Þessi maskari kom mér rækilega á óvart. Hann er ódýr en svakalega áhrifamikill. Burstinn er stór og kremið algjör snilld. Hann gerir mikið úr augnhárunum þessi og maskarinn endist svo gott sem allann daginn án þess að það hrynji úr honum eða hann klessist. Það er gott að ná honum af líka. Þetta er með bestu möskurum sem ég hef prófað og verðið er einmitt algjör snilld, undir 2000 krónum.
Boombastic er líka bestseller hjá Gosh. Ég er ekki hissa. Prófaðu!
2. Healthy mix Serum frá Bourjois
Bourjois er eitt elsta og þekktasta snyrtivörumerki Frakka. Það var lengi vel í eigu sömu fjölskyldu sem átti Chanel snyrtivörumerkið og Bourjois voru framleiddar í sömu verksmiðju.
Bourjouis eru mjög framarlega í gerð púðurs og farða en farðarnir frá þeim eru alveg með því besta sem maður prófar. Þessi farði þekur ótrúlega vel miðað við hvað hann er léttur og áferðin er fullkominn. Ekki of mikill glans en samt fær húðin fallegan ljóma. Meiriháttar góður hversdagsfarði sem endist von úr viti og nærir húðina vel.
3. Creme Masque Divine frá L’Occitane
L’Occitane er búðið að vera uppáhalds krema merkið mitt á síðasta ári. Mér finnst svo gott sem allt sem kemur frá þeim vera æðislegt en þá sérstaklega húðvörurnar. Ég hef ekki í eitt einasta skipti orðið fyrir vonbrigðum með húðvörur frá þeim en á þessu ári slógu tvær alveg sérstaklega í gegn hjá mér. Pivoine og Immortelle.
Rakamaskinn í Immortelle Divine línunni er algjör lifesaver í þessum þurrki sem ríkir hér á veturnar. Ég prófaði að vera án hans í fjóra daga þegar ég fór til London í nóvember og það sást bara strax! Mér fannst ég eldast um nokkur ár um leið og ég var ekki með þennan undursamlega maska mér til bjargar. Hann er mjúkur, safaríkur, kremaður og ég nota hann á hverjum degi sem venjulegt dagkrem. Þetta er vara sem ég mun kaupa aftur.
4. Pivoine línan frá L’Occitane
CC kremið úr Pivoine línunni frá L’Occitane, Pivoine Sublime, er algjörlega besti primer sem ég hef prófað (og hef ég prófað marga). Hann jafnar litinn á húðinni og gerir ásýnd og ljómann hennar mjög fallegan. Línan er sérhönnuð til að slétta úr húðinni og fegra áferð hennar. Sérlega hentug fyrir til dæmis konur sem hafa ör eftir bólur eða finna að ysta lag húðarinnar er byrjað að þynnast og þarfnast styrkingar. Þessar vörur eru fullkominn grunnur fyrir góða förðun.
5. St. Tropez brúnkufroða
Það er fátt sem frískar betur upp á vetrargrámann en gott brúnkukrem. Þessi froða frá St. Tropez virkar þannig að þú berð hana á og eftir því sem hún er lengur á húðinni því dekkri verður útkoman.
Hvað mig varðar hef ég bara skellt þessu á mig eftir sturtu og þvegið svo af næsta dag. Einu sinni miklaði ég alltaf fyrir mér að setja á mig brúnkukrem en nú er ég hætt því. Þetta er jafn einfaldur partur af rútínunni og að setja á sig body-lotion. Hanskinn (svampurinn) sem ég nota til að bera froðuna á fer svo bara á 30 gráður í þvottavélina á eftir. St Tropez eru alveg rosalega framarlega þegar kemur að brúnkukremum. Það eru engar rendur sem sitja eftir, liturinn er fallega bronsaður og það er lítil sem engin lykt af þessu. 100% meðmæli.
6. Súkkulaði sólarpúðrið frá Bourjois
Þetta púður ilmar eins og súkkulaði og endist svo vel og það er svo ofsalega auðvelt að vinna með það.
Eins fyrr segir eru Bourjois fremst í að framleiða meik og púður með yfir 100 ára reynslu. Merkið á uppruna sinn í leikhúsunum og var þróað fyrir leikara til að endast vel í heitum ljósum á leiksviði og vera auðvelt í vinnslu (stundum þarf að flýta sér á svið). Það besta er að Bourjois vörurnar eru á svo góðu verði. Gæðin eru að mínu mati langt umfram verðið. Mæli með að þú prófir þessar vörur við fyrsta tækifæri.
7. Keratin Healing Oil sjampó og hárnæring frá L’anza
Það skiptir mjög miklu máli að vanda valið á hárvörum. Alveg eins og það skiptir máli að nota krem sem fegra húðina þá þarftu sjampó sem gerir það besta úr hárinu þínu. Vörurnar frá L’Anza eru óvenjulega drjúgar. Maður þarf svo svakalega lítið af þeim en áhrifin eru alveg æðisleg. Hárið verður svo glansandi og meðfærilegt með þessum lúxus keratin vörum. Endilega láttu það eftir þér að prófa næst þegar þú kemur við á hárgreiðslustofu sem selur þessar góðu vörur.
8. Un-Cover hyljarinn og farðinn frá RMS
Þennan hef ég notað sem hyljara en hann nærir húðina, minnkar ásýnd svitahola og gefur fallegan ljóma án þess að hún líti út fyrir að vera of þurr. RMS eru lífrænar snyrtivörur og alveg einstaklega góðar sem slíkar. Bæði Miranda Kerr og Gisele Bundchen sverja við þessar vörur og eru öltulir talsmenn, – svei mér þá ef ég er ekki líka kominn í hópinn. Þú getur splæst í þennan hér en gaman er að geta þess að þessi vara hefur fengið verðlaun sem besta sinnar tegundar tvö ár í röð hjá Allure.
Vonandi koma þessi meðmæli þér að gagni. Gleðilegt 2016! 🙂
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.