Árið 2008 var Teodora del Carmen Vásquez dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði eftir að hafa fætt andvana barn á vinnustað sínum.
Grunur lék á um að hún hefði verið að reyna að framkvæma fóstureyðingu. Hún var þá móðir ellefu ára drengs og átti von á öðru barni.
Þar sem hún er í vinnunni byrjar hana að kenna til í kviðnum og kallaði hún á neyðarhjálp en fljótlega missti hún vatnið.
Hún fékk hríðir, hneig í gólfið og var svo meðvitundarlaus þegar barnið fæddist.
Þegar hún rankaði aftur við sér blæddi henni mjög illa og barnið var látið. Lögreglan kom á svæðið, setti hana í handjárn og handtók hana vegna gruns um manndráp.
Það var fyrst þá sem farið var með hana á spítala þar sem hún fékk þá aðhlynningu sem hún þurfti á að halda.
Það er algengt í El Salvador að konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn séu ásakaðar um að hafa reynt „fóstureyðingu”. Fóstureyðingar þar í landi eru undantekingarlaust flokkaðar sem glæpir, jafnvel þegar um nauðgun er að ræða, sifjaspell eða þegar líf konunnar er í hættu.
Þetta gerir það að verkum að margar konur óttast að leita sérfræðiaðstoðar við mál sem tengjast meðgöngunni.
Réttarhöldin yfir Teodoru voru mjög gölluð. Eins og í svipuðum málum í El Salvador var gengið út frá því að Teodora væri sek, og þar eð hún er úr fátækri fjölskyldu hafði hún ekki ráð á góðri lögfræðiþjónustu. Eina von hennar núna er að fara fram á áfrýjun dómsins svo hún verði tafarlaust leyst úr haldi.
Þú getur reynt að hjálpa henni með því að smella hér.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.