Ljósmyndun: Besta byrjendabókin fyrir ljósmyndaáhugafólk!

Ljósmyndun: Besta byrjendabókin fyrir ljósmyndaáhugafólk!

IMG_6177-ExposureÉg ætlaði að vera búin að skrifa fyrr, en vegna anna í skólanum komst ég ekki í það.

Próf á fullu og verkefnaskil og ég er loksins að útskrifast! En nóg um það. Ég ætla að henda í ein bókar meðmæli, stutt og laggott.

Bókin heitir Read this if you want to take great photographs og er eftir Henry Caroll.

Ég mæli með þessari bók fyrir alla sem eru að taka sín fyrstu skref í ljósmyndun.

Hún er mjög auðlesin og alls ekkert flókin og það eru nokkrar skýringarmyndir í bókinni sem eru algjör snilld. Besta byrjendabók sem ég hef fundið!

 

Bókin fæst til dæmis í Eymundsson og kostar þar 3.999 en svo er líka hægt að panta hana hjá Book depository.  Þar er hún aðeins ódýrari komin til landsins með tolli og öllu, en Book depository bjóða upp á fría heimsendingu á öllum þeirra vörum.

Frábær bók fyrir alla sem vilja fræðast meira um ljósmyndun og læra að taka betri myndir.

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest