Birna Karen er íslenskur fatahönnuður sem er búsett i Kaupmannahöfn og er búin að vera hanna, framleiða föt og klæða konur í yfir 20 ár.
Birna er að vinna með nýtt concept “BIRNA PoP Up Shop”sem gengur út á að hanna og selja vandaðar flíkur sem eru einstakar að því leiti að bæði eru efnin og flíkurnar framleidd í mjög takmörkuði upplagi.
Í ofanálag þá er eru BIRNA pop up shop / Fatamarkaður milliliðalaus verslun, frá hönnuði til neytandans. Það þýðir að hægt er að halda verðinu niðri og bjóða upp á hönnun á viðráðanlegu verði.
Framleiðslan er með nýju sniði og vinnur Birna með lítilli saumastofu í Póllandi og framleiðir aðeins frá 1 til 10 stykkjum í hverju efni. Hugmydin er að bjóða konum uppá að kaupa fatnað sem er ekki bundin við nein sérstök “season” og fæst í mjög takmörkuðu upplagi á kostakjörum. Það er óneitanlega gaman að vera í einstakri flík og eins og áður er lagt mikið uppúr gæðum í fatnaði og klæðilegum sniðum.
Þetta eru flíkur sem eiga að vera tímalausar og hægt að nota ár eftir ár. BIRNA pop up shop er á Vesturgötu 12 RVK 101 frá 26.nóvember til 1.desemer. Auk þess er verið að selja eldri BIRNU lager með 85% afslætti.
Sjón er sögu ríkari!
Smelltu HÉR til að skoða viðburðinn á Facebook.
BIRNA pop-up shop á Vesturgötu 12 – 101 RVK
Nýjir BIRNA styles í “Limited edition” og eldri BIRNA lager.
Allt að 85%afsláttur !
Opnunartímar 26.nóvembert til 1.desemer
Föstudagur: 12.00-18.00
Laugardagur: 11.00-16.00
Sunnudagur: 12.00-16.00
Mánudagur: 12.00-18.00
Þriðjudagur: 12.00-18.00
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.