Förðun: Glamúr hátíðarförðun fyrir jólapartýin

Förðun: Glamúr hátíðarförðun fyrir jólapartýin

IMG_0377

Þessa förðun gerði ég á dögunum og var mjög ánægð með útkomuna.

Mig langaði að því tilefni að deila henni með ykkur því mér finnst þetta alveg fullkomið fyrir jólapartýin í Desember.

Ég ætla að lýsa fyrir ykkur augnförðuninni skref fyrir skref og sýna vörurnar sem ég notaði hér fyrir neðan.

________________________________________

IMG_0378

 

1. Ég byrjaði á því að nota teip og límdi undir augun til að fá beina augnskuggalínu (eins og gert er á myndinni hér fyrir neðan).Kylie

2. Næst fór ég yfir í að bera fjólubláa augnskuggann (sjá í augnskuggapallettunni hér fyrir neðan) á allt augnlokið og aðeins út og einnig undir augun og örlítið á táralínuna.

3. Því næst setti ég brúna litinn í sökkullínuna, bleikappelsínugula litinn á mitt augnlokið og lýsti upp með kampavínlitaða skugganum undir augabrúnir og í augnkrókunum.

4. Í næsta skrefi mýkti ég öll skil og lét litina eyðast út.

5. Því næst setti ég svartan blautan eyeliner við augnhárin og dró út í “kisuaugu”

6. Ég endaði svo á því að setja maskara á efri og neðri augnhárin og skellti augnhárum á til að toppa förðunina og tók svo teipið af.

 

Screen Shot 2015-11-22 at 8.36.06 PML’Oréal Nude palletta í litnum Rose (fæst m.a í Hagkaup) – Eylure augnhár númer 123 (fæst á Asos) – L’Oréal volume million lashes Feline maskari – L’Oréal superliner eyeliner.

IMG_0379 (1)

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest