Þessa förðun gerði ég á dögunum og var mjög ánægð með útkomuna.
Mig langaði að því tilefni að deila henni með ykkur því mér finnst þetta alveg fullkomið fyrir jólapartýin í Desember.
Ég ætla að lýsa fyrir ykkur augnförðuninni skref fyrir skref og sýna vörurnar sem ég notaði hér fyrir neðan.
________________________________________
1. Ég byrjaði á því að nota teip og límdi undir augun til að fá beina augnskuggalínu (eins og gert er á myndinni hér fyrir neðan).
2. Næst fór ég yfir í að bera fjólubláa augnskuggann (sjá í augnskuggapallettunni hér fyrir neðan) á allt augnlokið og aðeins út og einnig undir augun og örlítið á táralínuna.
3. Því næst setti ég brúna litinn í sökkullínuna, bleikappelsínugula litinn á mitt augnlokið og lýsti upp með kampavínlitaða skugganum undir augabrúnir og í augnkrókunum.
4. Í næsta skrefi mýkti ég öll skil og lét litina eyðast út.
5. Því næst setti ég svartan blautan eyeliner við augnhárin og dró út í “kisuaugu”
6. Ég endaði svo á því að setja maskara á efri og neðri augnhárin og skellti augnhárum á til að toppa förðunina og tók svo teipið af.
L’Oréal Nude palletta í litnum Rose (fæst m.a í Hagkaup) – Eylure augnhár númer 123 (fæst á Asos) – L’Oréal volume million lashes Feline maskari – L’Oréal superliner eyeliner.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com