Ég er búin að vera velta því svolítið fyrir mér hvað ég eigi að skrifa um þessa vikuna og er búin að finnast ég vera eitthvað voða tóm.
En það kom til mín áðan!! Ég elska að kaupa gjafapappír, elska það… þó mér finnist ekkert brjálað spes að pakka inn. En ok ég er að segja ykkur þetta af því að gjafapappír getur komið fáránlega vel út sem bakgrunnur þegar maður er að taka myndir af börnunum sínum! Ljósmyndun þarf ekki að vera fokdýrt hobbý.
Þessar myndir eru teknar með flassi og 50mm linsu með gjafapappír úr Tiger fyrir aftan. Hann kostaði 400 krónur og ég er sjúk í hann!
Ég geri mér grein fyrir því að það eiga ekki allir rosa myndavél og linsur og flöss svo ég ákvað að prófa þenann bakgrunn og nota símann. Ég á LG G2 síma og notaði flass 🙂
Þær voru komnar með ógeð þegar mér datt í hug að prófa að taka á símann svo ég fékk að taka sirka þrjár af þeim og þær voru nú ekki upp á sitt besta haha! En vonandi næ ég með þessu að sýna að það getur verið kúl að nota svona bakgrunn með myndum sem eru teknar á síma.
Þetta þarf heldur ekkert að vera svona “glans” gjafapappír svo þetta komi vel út, ég keypti þennann pappír í Söstrene grene og finnst hann líka koma ótrúlega vel út!
Væri gaman að sjá ef að þið leggið í svipaða tilraunastarfsemi, megið þá endilega tagga mig á instagram @emiliakb
Þangað til næst! X
Stjórnmálafræðingurinn Emilía Kristín er 25 ára stelpa, fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Hún er í sambúð og móðir tveggja dásamlegra stelpna. Emilía hefur brennandi áhuga á ljósmyndun, hönnun, tísku og barnatísku og elskar allt sem glitrar. Hún er með útlandasýki á háu stigi og er helst með 2-3 utanlandsferðir í kortunum. Uppáhalds staðurinn hennar í Reykjavík er Te&kaffi í Austurstræti og hún elskar Pippó! ✌