
Ertu mikil kjötæta? Þá ættirðu kannski að renna við á smá leynifund á Sushisamba því næstu daga munu kokkarnir þar bjóða upp á ótrúlega útpælt nautakjöt sem kennt er við Wagyu.

„Það er ekki á matseðlinum en það er sérréttur hjá okkur sem hægt að að panta á Sushi Samba,“ segir Gunnsteinn Helgi Sambamaður. „Kjötið er af 100% japönsku nautakyni sem er fætt og alið í Gunma héraðinu norð-vestur af Tokyo. Gripirnir fá aðeins sérvalið fæði, nudd, bjór og hreint vatn. Við verðum með þetta í boði næstu daga en þá grillum við wagyu nauta rib-eye með sýrðum rjóma, enokí sveppum og yuzu rósmarín gljáa.“
Fleiri nýjungar sem verða í boði á Sushisamba næstu daga eru þetta túnfisk og foie gras nigiri á myndinni en þetta er víst algjört sælgæti sem hreinlega bráðnar í munninum. „Það er algjört lykilatriði að borða það á hvolfi,“ segir Gunnsteinn einbeittur og bætir við að á matseðilinn sé líka kominn réttur sem heitir Humar Californication með Foie gras en líka humarsalat, avókadó, masago og tempura crumble. „Þetta er algjörlega að slá í gegn,“ segir Gunnsteinn glaður í bragði enda hefur maðurinn fulla ástæðu til. Þessar nýjungar eru alveg meiriháttar.


Ok, við fáum bara vatn í munninn við þetta. Panta borð. Núna!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.