Fólk hefur gjarna tilhneygingu til að gera athugasemdir á stöðu hinnar einhleypu konu.
Melanie Notkin nokkur útskýrði þetta svona:
“Það að vera einhleyp er talið vera krónískt ástand sem þarf að leysa og þeir sem hafa nýlega bundist öðrum eru óðir í að leysa vandamál einhleypu konunar”. Óumbeðin ráð og leiðbeiningar um það hvernig þú losnar úr viðjum einhleypunnar eru bara ekkert alltaf velkomin. Melanie gerði könnun á Twitter og spurði: Hvað er það sem einhleypar konur hata að heyra?
Hérna eru 17 atriði sem voru unnin úr þessari könnun.
1. Ertu búin að prufa stefnumótasíður?
2. Hvernig stendur á því að það er enginn sem hefur áhuga á þér?
3. Hvenær fórstu eiginlega síðast á stefnumót?
4. Þú ert heppin, ég vildi að ég væri á lausu!
5. Þetta kemur, vonandi einn daginn!
6. Vá, ég bara trúi ekki að þú sért ennþá einhleyp!
7. Afhverju ertu einhleyp?
8. Þessi eini rétti dettur í fangið á þér um leið og þú hættir að leita.
9. Hvers vegna ertu ekki búin að gifta þig?
10. Hvenær ætlar þú að finna góðan mann og stofna fjölskyldu?
11. Það hlýtur nú bara að vera eitthvað alvarlegt að hjá þér!
12. En það eru svo margir góðir einhleypir karlmenn þarna úti.
13. Hvenær stundaðir þú kynlíf síðast?
14. Þegar þú hefur loks komið lífinu þínu á almennilegt strik þá gerist það.
15. Þú ættir frekar að einbeita þér að því að stofna fjölskyldu frekar en að fara aftur í skóla.
16. Hvenær ætlaru að eignast börn?
17. Þegar þú loksins fullorðnast þá getur þú farið að búa með einhverjum.
Það mætti halda eftir að lesa yfir þennan lista að einhleypar konur séu eins og pestin. Það bara verður að útrýma þeim og það strax?
(Heimild: HÉR á ensku)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.