Ég var að klára að horfa á áttundu og síðustu þáttaröð Dexter. Það er nú ekki frásögu færandi nema að ég varð alveg heilluð af leikara sem gjörsamlega bar af, þvílíkur stjörnuleikur.
Mér fannst ég kannast eitthvað við leikarann svo að ég ákvað að fletta þáttaröðinni upp á IMDb.com. Þá komst ég að því að leikarinn sem fór með hlutverk siðblindingjans Oliver Saxon var íslenskur.
Ég hef lengi vel haft áhuga á siðblindingjum (sjá hér og hér). Því var það mér nokkuð ljóst að Darri hafði unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir hlutverkið.
Darri Ingólfsson er ekki bara hæfileikaríkur leikari heldur er hann líka fjallmyndarlegur og virðist nokkuð jarðbundinn með góðan húmor.
Nú þekki ég kauða ekki persónulega en hins vegar tókst mér að tína til hitt og þetta um hann á ýmsum síðum veraldarvefsins:
- Darri fæddist í Reykjavík þann 22. desember (steingeit) árið 1979.
- Hann spilar á gítar, bassa, trommur og píanó.
- Býr í Los Angeles.
- Á bæði hund og kött.
- Lærði leiklist í Bretlandi.
- Lék aukahlutverk í Flags of Our Fathers og í bandarísku útgáfu myndarinnar Karlar sem hata konur.
- Lék aðalhlutverk í íslensku kvikmyndinni Boðberi.
- Hann hefur gaman af sci-fi myndum.
- Hann kann að dansa; má þar nefna nútímadans og samkvæmisdans.
- Honum finnst skemmtilegra að djamma í heimahúsi heldur en á næturklúbb.
- Hann lítur út fyrir að vera og er að eigin sögn jarðbundinn.
- Vefsíður sem að hann skoðar reglulega eru New Scientist og IMDb.
- Hann passar vel upp á að engin drasl tónlist sé á i-podinum sínum sem gæti ruglað í “grúvinu” hans.
- Blade Runner er ein af hans uppáhalds myndum.
- Fyrsta skot í stórstjörnu var Natalie Portman.
- Hann er tiltölulega nýr á Twitter (hér er Twitter síða hans).
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.