Sumir eiga erfiðara með að hafa stjórn á sér en aðrir og Jamie Cumming er klárlega meðal þeirra enda hefur hann fengið uppnefnið Serial Dad.
Í dag eða á morgun mun Jamie, sem er 34 ára, eignast barn númer 16 með konu númer 14. Hann á þegar 15 krakka með fjórtán konum en sautjánda barnið á að koma í janúar. Stelpan sem hann er með núna heitir Chelsea og er 19 ára en önnur nítján ára stúlka fæddi fimmtánda barn Jamies fyrir tveimur vikum (en eins og áður sagði mun þriðji unglingurinn að fæða sautjánda barn gaursins á næsta ári).
Það “besta” við þetta er að Jamie er atvinnulaus og það eru flestar barnsmæður hans líka. Hann getur ekki séð fyrir börnunum og að sögn Daily Mail er móðir hans brjáluð og neitar að tala við hann. Hún segist skammast sín fyrir manninn og finnst að hann ætti að reyna að hafa meira fyrir því að sjá fyrir börnum sínum.
Amman segist gera sitt besta til að heilsa upp á barnabörnin en strákinn neitar hún að tala við þar til hann breytir um lífsstíl og leggur meira á sig til að geta séð fyrir krakkaskaranum.
Hún segist líka leið yfir því að hann vilji ekkert með elstu dóttur sína hafa en hana hefur amman annast frá því að stelpan fæddist:
“Stelpurnar sem hann er með núna eru ekki mikið eldri en hún. Hann virðist bara elska unglinga,” segir Lorraine mamma hans og bætir því við að drengurinn sé einhverskonar kynferðislegt rándýr.
“Hann var bara sautján ára þegar hann átti Samönthu árið 1995 en um leið og hún fæddist hætti hann með móður barnsins og fékk áhuga á frænku hennar. Þá flutti Samantha til mín en hún hefur aðeins séð móður sína tvisvar síðan, frá 1997-2002. Á því tímabili eignaðist Jamie fimm krakka með fimm konum. Árið 2004 eignaðist hann svo tvær stelpur og strák sem fæddust öll með nokkurra mánaða millibili og frá desember 2007 til ágúst 2008 eignaðist hann þrjú börn í viðbót. Eina konan sem hann á fleiri en eitt barn með er on-off kærasta hans Alison en með henni á hann þrjú börn. Það síðasta sem þau eiga saman fæddist í júlí í fyrra en hann varð svo pabbi fyrir nokkrum vikum þegar unglingur sem hann átti í stuttu sambandi við eignast lítinn dreng.”
Og nú eru tvö væntanleg…
Jahá!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.