Hefur þú upplifað það að stíga með kvíða á vigtina ? Þú ert örugglega ekki ein um það.
Ef þú hugsar um það þá er ótrúlegt hvað eitt tæki sem sýnir tölur getur haft áhrif á líðan þína. Væntingar við að sjá kvarðann fara niður og vonbrigði ef svo er ekki. Neikvæðni sem kemur gagnvart þér að þú sért ekki að standa þig og þú lætur það draga þig niður og það hefur áhrif á allan daginn þinn.
Það er ekkert vit í því að láta eina tölu skilgreina sjálfan sig. Fyrir utan það þá eru svo margar skýringar á því að þessi tala fari ekki niður þrátt fyrir að vera ánægður með lífsstílinn sinn.
Líkaminn er svo flókin vél sem breytir sér vegna hormónaflæðis, vökvaójafnvægis, hvort þú hafir tekið inn einhver lyf sem hafa áhrif, hversu stutt ert síðan þú borðaðir og svo margt fleira sem getur haft áhrif.
Mundu næst þegar þú stígur á vigtina þá er þetta mælikvarði sem segir þér hversu mikið magn af krafti þyngdaraflið hefur á líkamann á hverri stundu.
Vigtin segir þér til dæmis ekki…
1. Hversu góð mamma/pabbi/sonur/dóttir þú ert
2. Hversu marga sentimetra þú hefur misst
3. Hvernig fötin passa svo miklu betur á þig
4. Hversu mikið vatn þú drekkur á hverjum degi
5. Hvernig þér líður betur í sálinni eftir að þú fórst að hreyfa þig
6. Hversu mikið blóðþrýstingur/kólesteról/ blóðsykursgildi hefur batnað hjá þér
7. Hversu betur þú nærð að vinna úr streitu
8. Hversu sterk/ur þú ert orðin
9. Hversu hollt þú borðar á hverjum degi
10. Hversu margir eru búnir að hrósa þér
11. Hversu hamingjusamur/söm þú ert
12. Hversu hæfileikarík/ur þú ert
13. Hvernig þú hefur snert líf annarra
14. Hversu mörg viðfangsefni þú hefur sigrað í lífi þínu
15. Hversu frábær þú ert !!
Munum að brosa mikið og þakka fyrir að hafa góða heilsu til þess að takast á við skemmtilegt líf.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.