Sumir vilja meina að það sé bara EKKERT sem breytist þegar konur fara á blæðingar eða finna að þær eru í uppsiglingu.
Eflaust er það misjafnt milli kvenna en klárlega myndi þessi ofangreinda staðhæfing flokkast undir afneitun á hæsta stigi. Ef þú hefur upplifað eitthvað af því sem hér er talið þá veistu að blæðingarnar hafa stundum fáránlega mikil áhrif á tilfinningalíf, mataræði, viðbrögð við aðstæðum, kærastann þinn, mömmu þína… vinnuna. Já bara allt.
Hér eru td 15 frekar andfélagslegir hlutir sem manni finnst bara helt ok þegar maður er á túr, svo rennur manni PMS víman og þá…
1. Kærastinn þinn verður að átta sig á að góð fjarlægð borgar sig. Svona að minnsta kosti handleggsfjarlægð, – eða ögn lengra.

2. Næst mikilvægast er…
3. Þér finnst þessi viðbrögð bara eðlileg þegar þú færð ekki rétta pöntun á veitingastaðnum. Ég meina – halló? Það vantaði helvítis ostinn!!!

4. Og þegar einhver segir að þú sért fín með hárið slegið þá þýðir það auðvitað að henni finnist þú bara ógeð með tagl. Tæknilega.

5. Það er karlinum þínum að kenna að þú ert á túr en hann sleppur. Reyndar er það bara öllum körlum heims að kenna. Fávitar.

6. Svo er maður bara allt í einu búin að bæta á sig 10 kílóum á fjórum dögum. Meira að segja röddin er orðin feit.

7 …. Og allir staaaara á húðina á þér.

8. Sumar hafa gengið svo langt að prenta þessa teikningu og dreifa út sem ‘flyerum’ til að koma skilaboðunum áleiðis til karlmanna. Þeir vita ekkert hvernig þetta er. EKKERT.

9. Þú ættir auðvitað ekki að mæta í skólann, vinnuna, á æfingar eða taka þátt í eðlilegu félagslífi meðan á þessu stendur. Ha?

10. Fyrst ertu bara ‘comfortably numb’ og svona sama að mestu…

11… fimm sekúndum síðar græturðu yfir ÖLLU, maskarinn þurr, dr. Phil bara svo næs eitthvað, rúðuþurrkan biluð, kærastinn þinn ekkert búinn að hringja, klósettpappírinn búinn…

12 … Þá verður maður auðvitað bara svona reiður:

13 …. og svo bregst maður við þessum tilfinningum auðvitað. Stundum öllum á sama tíma, og fólkið í kringum mann verður að reyna að skilja mann. Sem er líklegast ekki hægt. Svo þá er betra fyrir það að fara bara að horfa á Game of Thrones.
14 …. eftir átökin geturðu samt alltaf huggað þig við að það má senda hóp-sms svona sem afsökunarbeiðni á alla sem þú yrtir á síðustu 5 dagana.

15 …. Og ef þú veist ekki hvernig þú átt að orða afsökunarbeiðnina þá er hægt að hægrismella á þessa mynd og seifa hana. Eiga til góða. Senda svo.


Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.